sunnudagur, september 10, 2006

Fer að leggja af stað út á flugvöll, allt klárt og komið niður í tösku. Farangurinn aðeins of þungur en vonandi dugir fallegt bros. Margbúin að athuga hvort ég sé ekki örugglega með allt.
Ef ég gleymi einhverju þarf ég líklega ekki á því að halda.

Undanfarnir dagar hafa verið yndislegir, náð að hitta á alla fjölskyldumeðlimi og vini og kveðja. Það er yndislegt að kveðja fólk. Betra er þó að heilsa því.

Spennandi hlutir framundan sem skýrast vonandi fljótlega. Ég hef komist að því að með góðum vilja og með góðu fólki er allt hægt.

Líkast til fæ ég heimsóknir til útlanda, sem er alltaf frábært. Ég er heppnari en margur.

Líklega er maður eilítið meir svona rétt fyrir brottför.