sunnudagur, maí 07, 2006

Ekki fyrir svo löngu dreymdi ynjuna draum.

Þetta var í rauninni ekkert merkilegur draumur þannig, fólk hér og þar að fara þangað og koma hingað, veislur, göngutúrar og annað.

Í draumnum höfðu allir fótlegg sem var hægt að rúlla upp og var eiginlega á rófubeininu. Menn höfðu lagt niður þann hallærislega sið að bjóða upp á stóla, fólk rúllaði fætinum niður og notuðu sem koll.

Þá var líka nokkuð þægilegt að standa langtímum saman þar sem maður setti þriðja fótinn niður og náði góðri hvíldarstöðu.

Ynjan skilur ekki af hverju menn hafa ekki fyrir löngu tekið þetta upp.

Kick ass