laugardagur, apríl 29, 2006

Fyrst þegar Ynjan kom til Taívan fannst henni soldið fyndið að sjá jólaskreytingar um allt, inni á veitingastöðum og víðar. Jólaskreytingar sem hanga allt árið. Merry christmas í mars!
Stundum flissaði kerla að þessu. Þetta myndi Ynjan aldrei gera og enginn sem hún þekkti.

Hún hefur aldrei séð neitt athugavert við það að líkast til eru flest allir sem hún þekkir með einhverja kínverska skreytingu heima hjá sér. Kerti með fallegum táknum, borða með táknum, lampa eða eitthvað í þeim dúr.

Það er náttúrulega allt annað, við höfum ekki hugmynd um hvað þessi tákn standa fyrir.

Kannski er Ynjan með lampa heima þar sem stendur gleðilegt nýtt ár eða kannski verra súrsætt svínakjöt!