laugardagur, nóvember 26, 2005

Það þýðir ekki að gráta soðinn hest

Flestir eru að leita af hamingjunni, peningum eða öðru.

Ynjan er yfirleitt að leita af lyklunum sínum, bókunum sínum, fötunum og nú undanfarið vespunni.
Þessi leit ynjunnar hefur fylgt henni frá barnsæsku, líkast til er algengasta setning ynjunnar "veistu um lyklana mína". Þó maður sé í annarri heimsálfu hefur leitin ekkert breyst.

Því fór ynjan með vespuna sína í gær og lét skipta um startara svona til að geta komist á milli staða. Alzheimer lights hefur ekki átt við ynjuna í mörg ár, heavyduty alzheimer er eitthvað sem kerla kannast við.