föstudagur, febrúar 04, 2005

Þráhyggja ynjunnar er utanferðir. Nú hefur hún verið föst á klakanum í nokkur ár. Þau fyrstu var hún sátt, hafði litla þrá til að fara lengra en upp í mosó. Þráhyggjan ágerist og versnar með degi hverjum.

Því er stefnan tekin á Thailand og í framhaldinu Ástralíu til að sefa þráhyggjuna. Planið er að fara eftir ár og örstutt í að miðarnir verði pantaðir.

Miðarnir verða pantaðir þegar ynjan á fyrir staðfestingargjaldinu. Því þurfa aðdáendur ekkert að missa sig, þeir verða ekki pantaðir í febrúar.

mmm strendur...hiti...köfun...mmmm gaman

Draumynjan mikla frá Kasmír