föstudagur, desember 03, 2004

Þarna liggur hann á gólfinu, lífvana, einn og yfirgefinn.
Dráparinn malandi út í horni að þvo sér, ánægður með verknaðinn.
sorg í loftinu.

Á grimmd heimsins sér engin takmörk kallar hún og fleygir sér í gólfið
,,Vettlingurinn minn!" er hrópað af tilfinningu ,,Af hverju drápu þeir vettlinginn minn".

Hún tekur saman tæjurnar af silkivettlingum með gullþráðunum og neitar að klappa þeim.

Dráparinn og félagi kippa sér lítið upp við fárið, kúra sig í teppið, sofa og mala.