laugardagur, apríl 24, 2004

Ynjan hefur ansi lengi verið gift skeggjuðum manni og sú mynd er föst í huga ynjunnar. Henni brá þegar heim kom maður, hárlaus í andlitinu og sagist búa með henni. Ynjan jafnaði sig, furðu seint, en er þakklát fyrir að þekkja nú öll andlit mannsins.

Ynjan fór í klippingu og sannfærðist um að hárgreiðslufólk hefur vondan húmor, í það minnsta lítinn húmor fyrir heimaklippingum og smá pönki. Sem og fyrr lofar hún bót og betrun og lofaði hárgreiðslukonunni að nota ekki slæri í samhengi við hár. Þar fór það.

Enn á ný rignir á rangláta og ynjan telur sig hafa tekið út sína refsingu fyrir sumarið, treystir því að vætan sé einvörðungu fyrir gróðurinn og svo sé hann mettur.

Best að fara og eyða peningum sem ekki eru til.