mánudagur, febrúar 23, 2004

Enn einn dásamlegur mánudagur!!

Ég sá að Gríshildur var eitthvað að mótmæla konudeginum. Því ætla ég ekki að lána henni ´þarfabókina ,,handbók heimilisins". Í tilefni af konudeginu og öðrum dögum hef ég lesið þessa bók næstum upp til agna og verð ég að segja að hún er um margt gagnleg og ætti að vera skildulesning allra kvenna sem hafa tileinkað sig heimilinu! Þar er meðal annars gefin upp í hvaða röð eigi að þrífa, hvernig megi blettahreinsa, hvernig er hægt að vökva blómin, þó maður sé ekki heima og enginn til að vökva þau, hvernig eigi að meðhöndla auðskinn, nauðsynlegan búnað fyrir saumaaðstöðu og margt margt fleira! Hér er eitt þarft... Gæludýr meðhöndluð við flóm. Kaupa skal duft gegn flóm í dýrabúð og gætið þess að kaupa efni fyrir rétt gæludýr (ekki hundaflóaefni ef þið eigið kött), ef þú ert í vafa um hvernig eigi að meðhöndla efnið - farðu þá til dýralæknis (hehe). Þú verður að taka húsnæðið í gegn um leið og þú meðhöndlar dýrið (sjá blaðsíðuna þar sem farið er yfir - hvernig skal þrífa ). Mundu að brenna ryksögupokann -utandyra.. Hreinsaðu flet dýrsins, þvoðu,brenndu eða fleygðu teppunum og láttu það liggja á bómullardúk eða pappír - nú eða einhverju öðru ! Brenndu undirlagið. endurtakið þar til öruggt er að tekist hafi að uppræta flærnar.
Þegar kemur að hreinsunni á dýrinu sjálfu er nauðsynlegt að hafa við höndina kamba, kraga og eitur gegn flóm. Svo er hægt að leggja laufblöð af valhnotu í vatn næturlangt eða blanda dufti af malurt eða prestafífli saman við vatn. Þvoði feldinn á dýrinu upp úr blöndunni, leyfðu honum að þorna og burstaðu hann svo vel og vandlega . Hægt er að brenna laufblöð af jakobsfífli og/eða malurt til að fæla burtu flær...............
........burn mófó burn!!!!!

Ekki meira um það.....hafið það gott.