fimmtudagur, júlí 21, 2005

staðfest

Ynjan gekk frá miðanum í gær, nú er ekki aftur snúið. Flug til London, þaðan Hong Kong og að síðustu til Taívan. Brottför 10.september og heimkoma 19.desember. Nú þegar er búið að ganga frá skutli og sækingu þannig að æstir aðdáendur ynjunnar geta látið af hugsunum sínum um að fá að sækja hana.

Mikill tími fer í að sinna draumaheimi ynjunnar en þess utan er hún ern og upprifin. Kannski ekki af þessari endalausu rigningu en sumrinu.

Eftir krókaleiðum, með betli og beittum vopnum náði ynjan í miða á Kim Larsen og situr óheyrilega spennt.