föstudagur, júlí 01, 2005

Sumarblogg

Líkast til dregur úr bloggi á sumrin, svona líkt og bloggfærslur verða langar og ítarlegar á annatímum eins og á prófatímum.
Nú þegar ynjan situr fyrir framan tölvu allan daginn getur hún eiginlega ekki hugsað sér að fara heim og setjast aftur fyrir framan tölvuna. Sumarleti bloggsins á sér því nokkra skýringu.

Svo situr hún nú fyrir framan tölvuna, ætlar sér að sýna nokkra yfirbót en lítið gengur. Ynjan getur hugsað sér að nöldra yfir nýja páfanum, forsætisráðherra, íslensku máli, sorptímaritum og Engillínu Jólu en hreinlega nennir það ekki. Af hverju?

Það er sumar!!!!

Besta afsökun í heimi.