mánudagur, febrúar 06, 2006

Geitin fagra

14/07 2000 segir í dagbók ynjunnar:
Þetta var allt hið spaugilegasta, við höfðum talað við strákana, sem hjálpuðu okkur að fá þjónana til að breyta verðinu, og þeir sögðust geta reddað okkur ferð um LAke Bogora með ferðaþjónustufólki eins og ekkert væri. Við vorum sátt við það en brostum út í annað þegar póstmaðurinn kom og hafði tekið sér óskráð dagsleyfi til að ferja okkur milli staða. Svo þegar við komum í garðinn borguðum við ekki túristagjald inn í garðinn heldur lókalgjald en þurftum að borga einhversskonar lókaltúristapóstgjald sem var þarna mitt á milli.
Það borguðum við með brosi.
Dagurinn leið hratt enda margt fallegt að sjá og ólýsanlegt að horfa á breiður af flamingófuglum. Maður fékk samt smá heimþrá að standa við heitan hver!
Póstgaurinn skutlaði okkur í lok dags á veitingahús bæjarins, fengum okkur fisk og buðum strákunum með, þar sátum við í góðum félagsskap og skemmtum okkur vel. Allt í einu stendur geit við borðið hjá okkur og vildi sig hvergi hreyfa. Kvöldið versnaði ekkert við það. Við sátum fram eftir og drukkum kók en geitin fékk bara að horfa á.

Já það var gaman í afríku :)