þriðjudagur, desember 06, 2005

12 dagar

úff það eru bara tólf dagar eftir í Taivan! 12 dagar

Ynjan getur viðurkennt það að hún er farin að hugsa heim, mmm það verður ljúft að koma heim, það er lika svo kalt hérna núna að maður getur ekki annað en hugsað heim.
Samt finnst ynjunni eins og hún hafi komið hingað í gær eða svona næstum því. Reglulega er hún samt minnt á að svo er ekki.
Nuna getur hún pantað kaffi vandræðalaust, það er liklega helsta merkið um að hún hafi verið hér í þó nokkurn tíma. Svo heilsar veitingahúsaeigandinn fyrir neðan íbúðina henni með virtum. Kennarinn hennar skilur af og til hvað hún segir og hún á vespu og ratar um borgina.

12 dagar eftir og tólf vikur að baki, vá hvað tíminn flýgur!