þriðjudagur, febrúar 22, 2005

jamm. Febrúar er alveg að verða búinn, allt stefnir í að kortaklippir láti mig vera þetta árið. Stundum líður mér eins og febrúar hafi verið settur fram aðeins fyrir kreditkortafyrirtækin.

Ég held að stuttur en annars glæsilegur sundferill minn sé að enda. Það þýðir ekkert að hreyfa sig og eiga svo að vera ógeðslega hress þegar maður uppsker fátt annað en verki í vöðvum og þreytu.

Stundum horfi ég á kettina mína og óska þess að ég væri þeir. Ég held að það væri gaman að sofa 16 klukkustundir á dag, eta harðfisk og fá klapp yfir sjónvarpinu og klór á bakvið eyrun. Einu óvinsældirnar sem maður nær í er ef maður veiðir fugl eða skítur í rúm og ég get vel hugsað mér að sleppa hvoru tveggja. Helsti ókosturinn væri ef til vill þessi árans þurrmatur sem á að vera svo góður og hollur. En öllu má venjast.

Hvað eru mörg b í keflavík?