fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Þetta átti einhvern veginn að vera svo ósköp venjulegur dagur. Ég sé ekki fyrir endan á honum en venjulegur er ekki orðið sem kemur fyrst í hugann. Ekki það að dagurinn hafi verið yfir sig afbrýðilegur, langt því frá.

Kaflinn fyrir hádegi kemur seinna, nánari lýsingar á honum má svo líklega finna annarsstaðar á alnetinu.

Ég settist niður með bróður mínum elsta og sötraði kaffi sem í síðasta sinn, ósköp venjulegt. Þá var um klst eftir til að drepa áður en farið var í selið. Ég brunaði því í dýrabúð og keypti magn af hágæðakattarmat. Þá flaug mér í hug að kattholt gæti verið góður staður til að kíkja á.

Þar bíður mín pínulítil átta ára gömul læða sem þráir að eignast heimili, hjá mér/okkur hjónunum/hinum kisunum.

,,Þú verður bara að ráða þessu" hálf hvæsti maðurinn þegar ég sagði honum frá afþreyingu minni. Málið var að mestu útrætt þá. Bíðum og sjáum til.

Misjöfn eru morgunverkin!