þriðjudagur, október 05, 2004

Tilkynning

Heilinn í ynjunni gaf sig nú fyrir stuttu, ástæða yfirbrennslu er rakin til óhóflegrar notkunar undanfarna daga. Ekki er vitað hver tildrög slyssins voru en þó er búið að útiloka íkveikju. Málið er í rannsókn.

Öðrum unnendum heilabúa er bent á að æfingar að staðaldri hindra yfirbrennslu. Leitið aðstoðar við sterkri sviðalykt, miklum hita og rafmögnum, oft dettur hárið af rétt áður en skaðinn er skeður. Í endurhæfingu er nauðsynlegt að leita til fagmanna.

Annars eru hjúin búin að finna sér kött hér sem er einstaklega heillandi. Við erum það settleg að nafnið er ákveðið en upplýsist ekki fyrr en við komu í mt52. Hjónaleysin vona innilega að það komi ekki að sök í ættleiðingarferlinu að annar helmingurinn noti ekki heilann. En hverju ætti það að skipta kettir vilja ekki láta klappa sér með heilanum!