föstudagur, september 24, 2004

Ég var í sakleysi mínu að versla í dag á háannatíma. Ég lagði bílnum í rólegheitum, sté út og mér til furðu sá ég að í bílnum við hliðina á mér, lá um árs gamalt barn í bílnum, eitt sofandi. Fljótlega sá ég konu rétt við bílinn og hugsaði ekki meira út í það, ályktun var tekin um að þetta væri móðirin, hún í smók eða að tala í símann eða eitthvað í þá áttina og væri hjá unganum. Því fór ég áhyggjulaus að versla. Bankaði í eplin af kostgæfni og valdi í kvöldmatinn. ÞRJÁTÍU mínútum seinna kem ég að bílnum mínum og barnið er enn eitt í bílnum, reyndar ekki sofandi lengur og ályktuð móðir hvergi nærri. Ég stoppa hjá verslings barninu og fer að reyna að tala eitthvað við það svona til að stoppa orgið sem gekk á endanum (JS tækni Lilli kom að góðum notum), barnið þagnar og sofnar svo aftur úrvinda. Ég fékk það ekki af mér að fara frá barninu og var að spá hvort ég ætti að hringja í nærliggjandi verslanir og láta kalla móðirina upp en gerði ekki. Því beið ég með barninu.........svo kom móðirin. Ég vissi að barnið hafði verið eitt í bílnum í a.m.k. 45 mínútur og var bara svei mér þá gott ef ekki jú ég held það bara agndofa af hneykslun.
Ynja: ,,Barnið grét mikið svo ég ákvað að hinkra"
,, Hún er sofnuð núna!" sagði umhyggjusama móðirin og settist inn í bíl.

Einmitt. Flott hjá þér!

__

Ég sannreyndi rétt í þessu að það er lítið mál að sporðrenna 3 kg af gulrótum á örfáum mínútum, sér í lagi ef þær koma frá þessari ágætu konu.

´Góða helgi

Barnlausa konan