sunnudagur, ágúst 29, 2004

Ég ætla að skella mér í sveitina, kannski ekki með kíló af hassi en vissulega fíla grasið þar sem það grær. Ég get vel hugsað mér að ganga um tún og engi. Íslenskt fjallaloft, hressandi.
Annars ætla ég að leggja mig fram um að liggja með fætur upp í loft og gera ekki neitt. Já akkúrat ekki neitt, ég ætla bara hreinlega ekki að gera handtak nema ég nauðsynlega neyðist til þess og það er væntanlega einungis í stórskjálfta og öðrum náttúruhamförum.


Kveikjum á kertum.