fimmtudagur, júní 03, 2004

Þrefalt húrra fyrir Herra Ólafi.
Ætli Davíð sé ekki brjálaður heima hjá sér eins og óþekkur krakki en mér er alveg sama.
Ég tek ofan fyrir Ólafi að hafa yfir höfuð synjað lögum og leggja þau fyrir þjóðina, svona fyrir stemmninguna. Þetta mætti gera oftar. Það er ekkert að því að þjóðin samþykki eða synji stórum málum í landinu og þá er vilji þjóðarinnar skýr og ekkert meira um það að segja sama hver niðurstaðan er. Ég hefði vilja sjá kárahnjúkamálið fara fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu en það skiptir engu. Rödd lýðræðis hefur talað og nú fyrst ég trú á mínu lýðræði í langan tíma. Þingmenn geta ekki &%/($/#%!#%&#&"$ þjóðinni að vild og treyst svo á gleymsku. Ég þykist vita að það hlakki í Gríshildi yfir þessum tíðindum enda skammaðist hún yfir Kónginum fyrir að gera lítið úr mótmælum okkar hér um árið. Loks getum við fagnað! Gunnþór virðist sáttur líka enda er hann alltaf til í að skapa stemmningu.
Ætli gamalt uppreisnareðli hafi ekki aðeins rankað við sér og hvet ég alla til að raka á sig hanakamb í tilefni synjunarinnar.

Trallalalalalalatralalalalaltralala