mánudagur, maí 10, 2004

Ég hafði í huga mér skrifað heillangt blogg um lystisemdir helgarinnar, en nei það er ekki hægt þar sem nokkur orð vantar og ekki vil ég vera óviðeigandi. Nú þarf ég ykkar ráð;
Hvað kallar maður foreldra ástmannsins? Ekki erum við gift svo tengdaforeldrar eru úr myndinni þó allir myndu skilja um hverja verið er að tala, hægt er að nefna nöfn þeirra og segja þau foreldra kærastans en þá er maður komin með margraorðasetningutilaðlýsaeinföldumtengslum.
Það vantar nefnilega fullt af orðum yfir íslenskar fjöldskyldur, t.d vantar orð yfir bróður systur minnar sem er ekkert skyldur mér, afhverju er ekki til eitthvað gott orð yfir það?
Nú svo giftist móðir manns aftur og hvað kallar maður þá foreldra núverandi eiginmanns móður sinnar? Hvað kallar maður foreldra hans þegar þau skilja aftur?
Nóg um það.

Ég ákvað í dag að drattast til að kaupa mér líftryggingu, þar sem ég er sannanlega dauðvona, ég finn krabbameinið dreifa úr sér, eyðnina ná yfirtökum og þarmaflækjuna ágerast. En ég er ósköp vön því berjast hetjulega við svona alvarlega sjúkdóma, hitt er verra að ég er dofin í hægri tánni, annan daginn í röð og ég veit að þessir sjúkdómar ásamt öðrum undirsjúkdómum hafa lagst á eitt til að koma mér fyrir kattarnef. Þetta er grafalvarlegt mál og þeir sem eru sérfræðingar í tám og dofnum hægri tám gefi sig fram og ég tek gildum rökum fyrir bráðauppskurði. Hver veit nema að svæfingagæjinn sleppi lifandi frá deyfingunni þar sem ég sé hve alvarlegt málið er?

Ég keypti mér þó miða á Susana Baca sem eru í lok mai, mikið hlakka ég til.


Mig langar að biðja alla um að kveikja kerti í minningu Ásdísar.