mánudagur, apríl 26, 2004

Nauðsynlegt er að minna á að Gjölp er tröllkonuheiti. Tröllkonur fara þó að fela sig, sólin skín æ oftar og tröllkonur þola illa sólina. Forynjan sjálf þolir hana ágætlega og þó hún sé stundum stirð er ynjan ekkert sérstaklega hrædd um að verða að steini.
Hitt er þá mun líklegra að ynjan breytist í kaffi.

Kamilla fermdist í gær og ynjan sannreyndi elli sína. Þarna stóð hún, barnið, í galakjól með uppsett hár, stórglæsileg. Eftir þögn og vandræðalegt augnablik stundi ynjan upp úr sér ,, er stúlkan orðin fullorðin!" Þá fór ynjan að gráta, ekki yfir því að daman væri fermd heldur yfir þessari ÖMURLEGU setningu sem hún hafði misst út úr sér. Sterkt merki ellinnar, bráðum fer ynjan að eiga brjóstsykur á lager og tertu í frystinum svona ef einhver skyldi líta inn. Það var vel þess virði að keyra yfir hálft landið til að fá smá kræsingar. Ætli fólk leigi veislugesti í fermingar? Svona sem uppfyllingarefni?

SÓL :-)