sunnudagur, desember 21, 2008

Við erum í fríi saman litla fjölskyldan. Það er yndislegt, svo ljúft að við vorum plötuð í messu í morgun. Það var reyndar ekki eins ljúft.

Lea litla er morgunhani og vill skemmtiatriði strax. Við hlýðum eins og við getum og því vorum við mætt við hlið húsdýragarðsins á slaginu tíu í morgun, vopnuð snjóþotu og slingi. Daman í afgreiðslunni gladdi okkur með fréttum af geitaklappi á slaginu tíu.

Svo við dunduðum okkur í garðinum og stundvíslega klukkan 11.10 mættum við til þess að klappa geitunum. Nokkur hópur af fólki hafði safnast saman við stíuna þeirra og allir spenntir.

Svo tók síðhærður maður upp gítar og stillti sér upp við hlið vina sinna. Ég hvíslaði að ektamanninum tilvonandi að nú væri söngvamótmælendur að missa sig. Hann taldi líklegra að maðurinn með gítarinn væri skotinn í huðnu...

Svo kynnti maður sig sem prest og þakkaði góða mætingu messustundina. Sagði að nú væri stund til að minnast jesú og jötunnar og signa sig.

Í fyrstu ætluðum við að þrauka og bíða eftir að komast í að klappa geitum en svo fórum við þegar við sáum ekki fram á að þetta myndi hætta neitt á næstunni.