fimmtudagur, desember 04, 2008

Helga Þórey er augljóslega með betra minni en ég. Auðvitað voru nokkur góð mótmæli. Man ekki betur en að hafa verið á flestum þessum mótmælum. Ég get játað það núna að innst inni öfundaði ég SiggaTom fyrir að vera handtekinn.

Mér finnst eins og það hafi ekki verið eins. Kannski af því að góðærið kallaði mann atvinnumótmælanda og ,,ekkert þýddi að taka mark á þessu fólki". Það er svo sem alveg satt ég er yfirleitt á móti. Við fengum okkur t.d. jeppa í tilefni kreppunnar. Kreppujeppa. Það er pönk í því.

Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af því að sjá slagorð mótmælenda skröpuð í lakkið. Ég legg bara í góðri fjarlægð og reyni að láta engan sjá mig fara úr bílnum.

Kannski ég láti gamlan draum rætast og standi með Helga Hó. Lea litla er örugglega til í göngutúr á Langholtsveg.Stemningin er önnur núna