miðvikudagur, apríl 16, 2008

Á gólfinu lá umslag með nafninu mínu handskrifuðu utan á.
Í umslaginu var bréf frá konu og mynd af manni.
Bréfsnepill sem kostað hefur vestfirska konu innan við hundrað krónur hefur glatt mig þúsundfalt.

Nokkru fyrr fékk ég ámóta gott símtal frá annarri vestfirskri konu.
Hún er reyndar flutt á mölina en alveg jafnyndisleg þrátt fyrir það.