fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Ynjan fer til útlanda 23 febrúar.
Ynjan er alltaf að fara á sama staðinn, engar heimsreisur.

Fattaði allt í einu að það væri meira kúl ef ég væri ekki alltaf að fara á sama staðinn, svo til alltaf sama flugáætlun.
Nema núna, þá flýg ég í gegnum Gatwick, það er alveg mikið meira spennandi.

Fer alltaf í gegnum sömu togstreituna, hluti af mér vill ekki fara
annar lagði af stað fyrir mánuði síðan og ætlar aldrei að koma aftur heim.

Ég er bara svo rík að ég get alltaf komið aftur heim
eða ennþá

Frasi síðustu mánaða hefur verið að lífið sé ekki í mínum höndum og framhaldið ekki þar heldur.
Valdlaus væbbblast ég um heiminn í umboði annarra afla.

...enginn ræður för....