þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Það er notalegt að vakna og hlusta á vini manns skrafa í eldhúsinu.
Ákvað að liggja aðeins lengur og njóta þess að eiga vini.

Drattaðist svo fram og drakk nokkra lítra af kaffi og lenti í því að tapa í spilum.
Ég bar ekki nokkra ábyrgð á því að hafa ekki unnið.

Rétt rúm vika í brottför. Einhverra hluta vegna er maður alltaf að telja, upp eða niður og stundum að telja út.

Fótakuldi hrjáir mig, hann má laga með því að fara í þykkari sokka. Þá þarf ég að standa upp.

Hraðinn í nútímasamfélaginu ÚFF... maður á að sækja sokka eins og ekkert sé!