mánudagur, ágúst 07, 2006

Við hjónaleysin erum búin að fara á tvær útihátíðar, græða hundrað og fimmtíu milljónir og leysa eitt morðmál. Samt situr maður inni með úfið hárið og nennir ekki að leggja af stað í verslunarmannahelgarumferðina. Í henni hefur maður setið áður og þráir ekki bíl við bíl löturhæga umferð.

Því er gott að geta siglt inn í Draumalandið enn um sinn og vonað að allir aðrir hafi ákveðið að vera snemma í því.