sunnudagur, ágúst 13, 2006

Það er svo erfitt að vera íþróttamaður og koma heim eftir að hafa spilað fimm leiki sama dag.
Hræðilegt að haltra og skakklappast og stynja af verkjum.

Við unnum okkar riðil, það skipti mestu máli, sárið á sköflungnum á mér grær með haustinu.

Meira um mýrarbolta þegar fingurnir verða nothæfir.