fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Þegar sólin skín gerast undraáhugaverðir hlutir. Ynjan þurfti að skreppa á pósthúsið og ná þar í bréf sem vottaði að hún hefði hlotið styrk til árs náms í Taívan. Eitthvað sem hún vissi og var spennt fyrir.

Svo opnaði kerla áðurnefnt bréf og komst að því að einhverra hluta vegna fékk hún ekki téðan styrk.
Ynjan hafði krækt sér í styrk til þriggja ára, auk styrksins sem hún átti von á, var búið að slaufa aftan við tveimur árum til að klára meistaranám í sama landi.

Varla er algengt að þröngvað sé upp á námsmenn auka pening svo þeir geti verið lengur við nám. Kerla er nokkuð montin með þetta tilboð, þetta er stundin til þess að hringja í gamla kennarann sem hataði mann og grobba sig.

Annars hefur Ynjan áhyggjur af blaðburðarfólki. Líkast til eru ekki gerðar þær kröfur að blaðburðarfólk kunni að lesa. Ynjan hefur haft í ár miða í glugganum sem afþakkar fjölpóst, en hann var orðinn það máður að hún setti nýjan upp, afþakkaði fjölpóst og Blaðið og vil aðeins eitt eintak af Fréttablaðinu. Ekkert hefur breyst svo Ynjan verður að taka því sem svo að það geti ekki lesið.
Og Ynjan var meir að segja með gestaþraut á miðanum bara til þess að gleðja útburðinn en þar sem hann getur ekki lesið finnst honum líklega ekki fyndið að það standi Engann fjölpóst.

En Ynjan fær flest sem hún vill og því er smá mál að sitja uppi með pappírsflóð.