sunnudagur, júlí 16, 2006

Svarthöfði heitir Zorro og er enn heima hjá okkur. Við höfum gengið hús í hús og enginn vill kannast við gripinn. MADdama Kattholts hélt langa ræðu um óskilakétti, vonsku mannanna og fjárhagsörðuleika kattholts. Niðurstaðan sú að Svarthöfði Zorro er enn í MT52.

Hann er ósköp ljúfur og indæll en Skuggi og Loki eru ekki mjög hrifnir af honum. Hann er ungur og kann ekki að sofa yfir tuttugu tíma á sólarhring og drattast hægt að matarskálinni. Svarthöfði sprettur upp við minnsta tilefni, leikur sér, leggur sig stutt og svo byrjar þetta aftur. Heldur óvirðulegur að mati ljónanna.

Upplýsa má um krossa fingrið, vona vona, helst og jibbíið. Ynjan fékk styrk til náms í Taívan.

Jibbí