laugardagur, júlí 29, 2006

Þegar Ynjan var ung átti hún (og á enn) frænku í Reykjavík.
Hún er alin upp í sollanum í Reykjavík og hélt að það væri eitthvað töff, Ynjan sem alin er upp í sveitarómantík í heilnæmu umhverfi vissi að hún yrði aldrei heil af því umhverfi og hefur því í gegnum tíðina tekið tillit til þess og því þykir henni vænt um hana. Hún át tómatsósu í hvert mál og nýlega tók hún upp á því að ljúga upp á Ynjuna heilnæmu ruglsögur eins og að Ynjan hafi ekki borðað matinn sinn og fleira.

Verst var þó þegar þær voru yngri montaði Pandran sig alltaf af því að vera eldri. Þetta fór í taugarnar á Ynjunni þó hún hafi látið sem ekkert væri. Þegar þær voru komnar á unglingsár sá hún að það skipti nú ekki alveg máli, hvort farið væri í Ríkið 28. júlí eða 27.

Í dag er miklu betra að vera yngri.

Því naut Ynjan þess í fyrradag að vera bara tuttugu og sex og fílaði það í tætlur og strimla og ræmur meðan Pandran var tuttugu og sjö.
Því var sá 27 mikill gleðidagur og féll alveg í skuggann á sjálfum afmælisdeginum.
Hér eftir og framvegis, ætlar Ynjan að hringja í Pöndruna á hverju ári - með hefnd í huga og minna hana á að Ynjan er yngri.

Miklu yngri lalalalala miklu yngri en Pandran.

En því miður fer hún sömu leið en mun aldrei viðurkenna það fyrir Pöndrunni að henni þyki það miður.
Ekki má gleyma að óska Gríshildi til hamingju með afmælið. Ynjunni er alveg sama þó hún sé yngri en Gríshildur.