fimmtudagur, júní 29, 2006

Þegar Ynjan var ung, var hún eilítið hjátrúarfull eða svona... í gamla daga þótti henni betra að tryggja sig, gera ekki þetta og hitt svona ef.... hún var í sínum huga að viðhalda hefðinni, skemmta sér og hafa gaman af lífinu með því að lifa eftir kerlingabókum.

Nú örfáum árum seinna er konan svo hjátrúarfull að það nær ekki nokkurri átt og hún viss um að hún hafi komið sér í vandræði með því að fylgja ekki gömlum duttlungum.

Ynjan reynir því þessa dagana, meir en annars að vera réttlát og hjartahrein, svona í þeirri von að það vegi eitthvað upp á móti.

Kerla huxar og huxar fallega og vonar og vonar og vonar og bíður og bíður og bíður.

Svarið kemur í lok júlí