þriðjudagur, október 26, 2004

Ég á erfitt með að skilja líf án nets og adsl tengingu en maður reynir að þrauka.

Stóð enn og aftur í borgaralegri samhjálp.

Kötturinn okkar var gefinn öðrum, þó ekki Njáli svo við fengum okkur tvo höpdingja sem koma á morgun, hundgamlir og fúlir herramenn. En sætir og það skiptir mestu!

Menn eru náttlega ordnir pirraðir á verkfallinu en mar ver bara a taka því fagnandi. Ég veit ekki hvar ég væri ef ekki væri þetta verkfall. Ég verð kennarastéttinni um aldur og ævi þakklát fyrir samstöðu í verki. Það er aðeins meira mál að flytja en ég hélt.

Allavega vinir og vandamenn, við hjónaleysin og ferfættlingarnir tveir erum nú búin að koma okkur fyrir. Kaffi á könnunni fyrir þá sem eru ekki komnir með leið á Bónuskaffi!

Húsynjan hjálpsama