þriðjudagur, ágúst 03, 2004

já það er ágætt að vera heima eftir snilldarhelgi.
Eitt augnablik á laugardeginum hvarflaði að manni að kannski hefði maður átt að vera á Akureyri í sukkinu að horfa á Nylon, en um leið og stigið var á land breytist það.
Grímseyjardvölin var gargandi snilld, öskrandi skemmtilegt. Reyndar breyttist rómantísk ferð í grill og sjóferð með heimamönnum sem seint verður toppað. Fuglaskoðunin mögnuð og nokkuð gott að fá eitt stykki kríu í höfuðið ég hafði aldrei reynt það áður:)
Grímsey rokkar!