þriðjudagur, janúar 23, 2007

Eins

Ég slysaðist til þess að hlusta aðeins á handboltalýsingu á Rás tvö á leiðinni heim ekki fyrir svo löngu.
Íþróttafréttamaðurinn var að lýsa leikmanni úr landsliði Frakka og mismælti sig og bar fram rangt nafn. Hann var með afsökunina á hreinu, tveir menn í liðinu báru svipað nafn og svo segir hann eitthvað á þá leið;

,,ekki bara að þeir beri svipað nafn heldur eru þeir svipaðir útlits, báðir blökkumenn og með skalla"

Hva!

Eitthvað held ég að íþróttafréttaritarinn æsti myndi hafa skoðun á því ef sagt væri að allir fréttamenn væru líkir, enda hvítir með hár!