mánudagur, ágúst 16, 2004

Ég var ein af þessum örfáu óheppnu reykvíkingum sem bjó við næg bílastæði, hvort heldur var rétt fyrir framan íbúðina eða til hliðar við blokkina mína, næg bílastæði. Líkast til hefur þetta átt við um flesta í götunni. Bíll á mann og meira til, breytti ekki nokkru þar sem af bílastæðum var nóg. En auðvitað er ekki hægt að hafa fólk ánægt og sátt við bílastæðin, hvað þá að nota skattpeningana í eitthvað þarflegt, því tók borgin sig til og steypti yfir eins og 15-20 stæði, setti gras ofan á og brosti. Með öllu tilgangslaust og óþarft nema að nú vantar bílastæði reglulega. Ég var að spá í að fara á fund borgarstjóra og benda honum á að mín vegna má hann brenna peningana beint út um gluggann í staðinn fyrir að hafa fólk á yfirvinnu að henda þökum yfir bílastæðið.....argargarg