laugardagur, ágúst 07, 2004

Það er forlát golfkúla í bílnum mínum. Hún er svört og hvít. Golfkúlan er búin að vera á milli sætanna nú á þriðja mánuð. Enginn veit hvernig þessi golfkúla komst í bílinn, hver átti hana né hvaðan hún kom. Eftir ítrekaðar yfirheyrslur er engin niðurstaða komin í málið. Mér þykir vænt um svörtu og hvítu munaðarlausu gólfkúluna sem er milli sætanna. Ég er að spá í að eiga hana og geyma í bílnum. Kannski ég kalli hana svarthvítu hetjuna.
Gólfkúlan var engin hetja þegar Úlfynjan keyrði á stoppmerkið í skeifunni og stansaði að sjálfsögðu strax. Ég man ekki til þess að gólfkúlan svarthvíta hetja hafi sagt orð. Kannski var ég ekki að hlusta.
Ég ætla að hlusta á forlátu svarthvítu golfkúluna hetju meira í framtíðinni og keyra minna á.