mánudagur, júlí 26, 2004

Það er fínt að vera á fjöllum, með góðu fólki, stundum er á brattan að sækja en þá verður maður að anda inn og aftur út og halda svo áfram.  Alltaf gott að hvíla lúin bein. Fín helgi í seli jökla.

Það er vindur úti núna og ég vona að það verði bara vindur í dag því á miðvikudaginn verður að vera sól og gleði því sólin á að skína á réttláta og ég geri mitt besta í þeim málum.