fimmtudagur, desember 04, 2003

Sæl enn á ný.

Fimmtánþúskrónaorð dagsins er Kengála en það mun vera villingsleg hryssa, horær eða stelpugála. Gott að geta slegið um sig í slúðrinu og sagt að hún sé kengála.

Dagurinn hefur farið í kaffihúsahangs, sem er alltaf upplífgandi að umgangast skemmtilegt fólk.
Ég sat í strætó þar sem að eldri kona settist á móti mér og gætti sín sem mest hún mátti að líta ekki einu sinni til mín og ég þori að veðja að hún gæti ekki sagt hvernig ég lít út þó hún ætti lífið að leysa. Er ekki málið að hætta að vera svona hræddur, við sauðsvartan almúgan (nema náttlega að hann sé illa fjalltenntur) brosa aðeins framan í tilveruna.

Heilsufríkið ég fer á körfuboltaleik nú í kvöld, svona til að missa röddina og peppa upp andann. Ætli það sé ekki best að draga fram liðsbúninginn og byrja að mála sig!!!!!