Reykjavík, 13. 05. 2008
Kæru brjóstamömmur og –pabbar
Undirritaðar eru um þessar mundir að vinna að útgáfu bókar um brjóstagjöf.
Bókinni er fyrst og fremst ætlað að birta reynslusögur íslenskra foreldra en
einnig verður að finna fróðleik um brjóstagjöf.
Markmiðið með útgáfu bókarinnar er að auka aðgengi að íslensku efni um
brjóstagjöf og miðla reynslu til íslenskra foreldra.
Við leitum nú liðsinnis kvenna og karla sem vilja deila reynslu sinni sama af
hvaða tagi hún, gleðileg eða ekki. Við hvetjum foreldra til að segja frá
upplifun sinni af brjóstagjöf hvort sem um er að ræða einstök atvik, tímabil,
upplifun eða brjóstagjöfinni í heild sinni.
Hægt er að hafa eftirfarandi í huga:
Hvers vegna ákvaðstu að gefa brjóst?
Hvað hafði áhrif á þá ákvörðun?
Hvaða viðbrögð upplifðuð þið í nánasta umhverfi ykkar?
Var einhver undirbúningur og þá hver?
Hvernig upplifðirðu brjóstagjöfina?
Hver er tilfining þín til brjóstagjafarinnar?
Breyttist viðhorf þitt á tímabilinu?
Er eitthvað minnistæðara en annað í brjóstagjöfinni?
Textinn má vera allt að 10.000 slög eða um það bil fjórar A4 blaðsíður. Við
komum svo til með að velja úr innsendum sögum. Frásagnir koma til með að
verða ritstýrðar og birtar eftir ykkar yfirlestur og samþykki. Sögur verða
birtar undir dulnefni en nauðsynlegt er að fá fæðingarár foreldra og barna.
Það væri okkur sönn ánægja og gleði ef þið sæjuð ykkur fært að senda okkur
frásögn ykkar.
Nánari upplýsingar má nálgast hjá undirrituðum, sem taka
einnig við fullskrifuðum sögum á gjafabok@gmail.com. Lokafrestur til að
skila inn sögum er 1. júlí 2008.
Með von um góðar undirtektir og þakklæti
Aðalheiður Atladóttir
Dagný Ósk Ásgeirsdóttir
Soffía Bæringsdóttir
<< Home