sunnudagur, janúar 14, 2007

Viti einhver af vellaunaðri vinnu fyrir ynjuna er sá hinn sami beðinn um að hafa samband.

Þessi undurgóða vinna verður að vera tímabundin, vel launuð, með stuttan og þægilegan vinnutíma, fela í sér litla ábyrgð og má ekki byggja á afköstum. Kaffipásur verða að vera langar og aðstaða til kaffidrykkju góð. Viðvera lítil og vinnuframlag minna.

Ynjan leggja sig lítið fram en láta af hendi stöku bros, einstaka rassbögu lygasögu liggi mikið við. Ábendingar um hvað megi betur fara í fari annarra verða afhentar frítt.